Millivegurinn show

Millivegurinn

Summary: Podcast by Millivegurinn

Join Now to Subscribe to this Podcast

Podcasts:

 #18 Dr. Hafrún Kristjáns - sálfræðingur | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:49:01

Dr. Hafrún Kristjáns talaði við okkur um verkfæri sem hún notast við með okkar besta íþróttafólki, hvað einkennir góða liðsheild, ofnotkun Íslendinga á þunlgnyndislyfjum, höfuðhögg, börn í íþróttum og hvernig við tæklum svokallaðar hugsanavillur, sem geta haft veruleg áhrif á hvernig þér líður.

 #17 Jón Jónsson | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:36:21

„Á ég samt ekki að afreka einhverja snilld áður en eg kem... hlaupa maraþon eða einhvað?“ Sagði Jón Jónsson okkur þegar við spurðum hann hvort hann væri ekki til í að koma í spjall til okkar. Þessi lífsglaði einstaklingur talaði meðal annars við okkur um þætti sem ber að hafa í huga til að líða vel í lífinu, mikilvægi þess að sinna fjölskyldunni, fjármálalæsi, fótboltaferilinn og að sjálfsögðu tónlistarferilinn.

 #16 Bergur Ebbi | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:39:02

Bergur Ebbi er grínisti, lögfræðingur, rithöfundur og tónlistarmaður. Það var mjög gaman að spjalla við þennan mikla hugsuð meðal annars um framtíðina, nýja sýn á heimsendi, samfélagsmiðla, sýndarveruleika, peninga, mið ísland og mikilvægi þess að rækta vináttu.

 #15 Ingó Veðurguð | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:38:45

Síðan Ingó Veðurguð gaf út Bahama hefur hann gengið í gegnum margt. Hann talaði meðal annars um afhverju hann hætti að drekka, fjárhættuspil, álit annarra, brekkusönginn og hjálparstarf í Úganda.

 #14 Gummi Ben | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:32:26

Gummi Ben sleit krossband fimm sinnum en alltaf hélt hann áfram. Við spjölluðum meðal annars um ástríðuna og hugafarið sem hefur komið honum í gegnum lífið, þann mikilvæga eiginleika að ná því besta úr fólkinu í kringum sig, einkenni íslendinga sem skara fram úr og hvernig það var að skrifa bók nánast einungis á síma.

 #13 Ólafur Darri | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:42:30

Það var rosalega gaman að spjalla við Ólaf Darra. Þessi auðmjúki maður talaði um hvað allt breyttist þegar hann ákvað að taka ábyrgð á sjálfum sér þegar hann var rekinn úr þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Í dag er hann okkar fremsti leikari. Við spjölluðum auk þess um upplifunina að leika í Hollywood, uppeldi barna, samfélagsmiðla, dugnað, tilfinningar, andlega heilsu og margt fleira.

 #12 Andri Iceland (íslenski ísmaðurinn) | File Type: audio/mpeg | Duration: 02:08:55

Hættu að væla og farðu að kæla. Andri var þunglyndur og kvíðinn í mörg ár. Hann drakk ofan í andlegu veikindin til að deifa sársauka og fresta tilfinningum. Um svipað leiti og hann vildi "klukka" sig út úr lífinu fann hann líflínu í kulda og hreyfingu. Andri talaði um sína einstöku sögu og um allt sem tengist kulda og öndun. Síðast en ekki síst talaði hann um ýmis atriði í tengslum við andlega þáttinn eins og fórnarlambshugsun, trú og fyrirgefningu.

 #11 Aron Mola | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:31:36

‪Áttum ótrúlega skemmtilegt og mikilvægt spjall við Aron Mola m.a. um andlega heilsu, leiklistina og tilfinningar. Einnig hægt að horfa og hlusta á youtube

 #10 Sveppi | File Type: audio/mpeg | Duration: 02:07:41

Sverrir Þór Sverrisson betur þekktur sem Sveppi.

 #9 Arnór Sigurðsson | File Type: audio/mpeg | Duration: 00:59:33

Arnór Sigurðsson spilaði í pepsi deildinni árið 2016. Tveimur árum seinna, 2018 skoraði hann og lagði upp á móti Real Madrid í meistaradeildinni. Þessi auðmjúki einstaklingur sagði okkur talaði um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér, hafa félagslegan stuðning, njóta augnabliksins og að vera góður einstaklingur þó manni gangi vel í lífinu. NOW afsláttarkóði (25%): MILLIVEGURINN.

 #8 Arnar Pétursson | File Type: audio/mpeg | Duration: 02:16:56

Arnar Pétursson er okkar fremsti hlaupari. Hann hefur 24 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupagreinum, 3 sinnum unnið Reykjavíkurmaraþonið og var valinn götuhlaupari ársins 2018 af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Arnar ræddi meðal annars um hugarfar íþróttamannsins, hvernig hann æfir og afhverju hann gerir það sem hann gerir.

 #7 Áslaug Arna | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:41:20

Áslaug Arna er ritari sjálfstæðisflokksins og okkar yngsti núverandi alþingisþingmaður.

 #6 Herra Hnetusmjör | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:24:53

Þessi kóngur var að gefa út nýja plötu sem er gjörsamlega geggjuð. Herra Hnetusmjör kom í rosalegt spjall í milliveginn. "Ég væri örugglega dáinn ef ég hefði ekki farið í meðferð" sagði hann þegar við töluðum um ruglið 2016 og hvernig edrúmennskan hefur gefið honum nýtt og betra líf. Hann talar um mikilvægi þess að hafa trú á sjálfum sér, peninga, kakó-hugleiðslu og margt margt fleira.

 #5 Dóri DNA | File Type: audio/mpeg | Duration: 01:31:21

Fáránlega gaman að tala við Þúsunþjalasmiðinn Dóra DNA. Við spjölluðum meðal annars um grín, málfrelsi, lífstílsbreytingar, stóra Nova málið, ketó og veganisma!

 #4 Katrín Tanja | File Type: audio/mpeg | Duration: 02:02:57

Ótrúlega gaman að fá að grugga í hausnum á svona mögnuðum einstaklingi. Við spjölluðum meðal annars um mótlæti, tilgang lífsins, andlega þáttinn, morgunrútínu, og að sjálfsögðu Crossfit. Katrín Tanja, tvisar sinnum hraustasta kona í heimi, gjörið svo vel.

Comments

Login or signup comment.